English

Hvað vitum við um lífsgæði og þátttöku fatlaðra barna?

Undanfarin ár höfum við unnið að rannsóknum á lífsgæðum fatlaðra barna og þátttöku þeirra við mismunandi aðstæður. Við höfum meðal annars aflað tölulegra upplýsinga um lífsgæði, þátttöku og umhverfi barna á einhverfurófi og barna með hreyfihömlun, og borið þær saman við upplýsingar um ófötluð börn á sama aldri.

Niðurstöður okkar hafa vakið enn frekari spurningar um efnið. Við töldum því mikilvægt að hefja nýja rannsókn til að skilja betur reynslu barna sem búa við margs konar skerðingar og rýna í þætti sem tengjast lífgæðum þeirra og tækifærum til að taka þátt í samfélaginu.


Háskóli Íslands | Sæmundargötu 2 | 101 Reykjavík | Netfang: sne@hi.is
Rannsóknarverkefni styrkt af Rannsóknasjóði (nr. 174299-051)